Um okkur
Funky Bhangra er nýr veitingastaður sem nú hefur opnað í Pósthúsinu Mathöll í miðbæ Reykjavíkur. Staðurinn er hugarfóstur og langþráður draumur Yesmine Olsson en í matseldinni leyfir hún sér að blanda saman Indverskum kryddum og Skandinavískum hefðum. Útkoman er óhefðbundin, framandi en umfram allt freistandi matur! Á Funky Bhangra er boðið upp á fallegan, braðgóðan mat og drykki við hæfi.
Verið öll hjartanlega velkomin!
Hvað er Funky Bhangra?
Bhangra er orkumikill gleðidans frá Punjab héraði Indlands og Pakistans sem um aldir hefur verið dansaður m.a. til að fagna uppskeru. Bhangra er einnig hressandi tónlistarstefna sem þróast hefur hraltt undanfarna áratugi. Bæði dansinn og tónlistin hafa verið áberandi í Bollywood myndum síðari ára.
Funky af því að við erum ekki að gera neitt hefðbundið! Funky Bhangra er ekki beint Indverskur veitingastaður, heldur funky blanda af kryddi, stuði og stemningu!
Indverskt áhrif / bragð með Skandinavísku ívafi
Yesmine Olsson er eignadi og hugmyndasmiður Funky Bhangra. Yesmine er fædd á Sri Lanka en ólst upp í Svíþjóð og starfaði í Danmörku og Bretlandi áður en hún festi rætur á Íslandi fyrir rúmum 20 árum síðan. Yesmine hefur frá unga aldri haft gríðarlegan áhuga á mat og matseld, þá ekki síst frá sínum æskuslóðum og hefur um árabil starfað sem ástríðukokkur. Hún hefur haldið fjöldan allann af matreiðslunámskeiðum, sett upp Bollywoodsýningar með söng, dansi og matarveislu, verið gestakokkur hjá mörgum af helstu fyrirtækjum landsins, gefið út fjórar matreiðslubækur, sem sumar hverjar hafa fengið alþjóðleg verðlaun og verið með eigin matreiðsluþætti á RÚV. Yesmine kann að dansa Bhangra!